SiggiMagg blogs

It seems like I haven´t been keeping my admin genius dad busy enough with solving my problems. Somehow he found the time to start his own blog where he intends to solve the world´s computer problems and hopefully share with us a few creative short stories and maybe some of his rather rightist opinions (sjálfstæðismaður) so I can debate him!

SiggiMagg is actually a pretty talented writer but of course he writes his stories in our old beautiful Icelandic. Jahá hann pabbi er merkilegur rithöfundur. Hérna er smá saga eftir pabba sem ég stal af Austurgötu vefnum:

Innsent efniSíminn var búinn að hringja fjórum sinnum þennan fagra júlí morgun. Hálfsofandi teygði hann sig í símann, sem að venju, lá á gólfinu undir rúmi. Þvoglumæltur hratt hann út úr sér; “halllóo – ó”. Þetta var mamma, að spyrja hvernig honum liði, nýbökuðum eiginmanninum.
Þá fyrst vaknadi hann til lífsins, timburmennirnir og ógleðin hurfu eins og dögg fyrir sólu; “mér líður vel”, stundi hann og lagði á. Hann reyndi að rifja upp hverjum hann hafði gifst, hann mundi óljóst eftir því að vinir og kunningjar hefðu kvatt hann kvöldið áður, með þeim ummælum að hann væri heppinn að ná sér í dömu, kominn á þennan aldur.
Kaffi ilmurinn læddist hægt og hljóðlega meðfram veggjunum og skreið inn um skráargatið, dillandi söngur barst með ilminum, þannig að til samans mynduðu þau dúett sem kæmi öllum til að brosa. En honum, honum kveið fyrir því að fara fram, hvernig lítur hún út og það versta af öllu, hver er hún eiginlega? Þvílíkt og annað eins “blackout” hafði hann aldrei fengið áður. Nú heyrði hann fótatak, létt en taktfast.
Hurðahúnninn snérist, en þó ekki nema hálfa leið, hann var að því kominn að stökkva á dyrnar og skella í lás. En þá, eins og töfrasprota væri veifað, fór hurðarhúnninn aftur í rétta stöðu og fótatakið fjarlægðist á nýjan leik.
Nú skipti hver sekúnda máli, hann æddi um herbergið í leit að einhverju sem gæfi til kynna hver hún væri. Hann leitaði í hverjum krók og hverjum kima, en allt kom fyrir ekki. Um huga hans þutu þúsund spurningar, sem allar höfðu eitt og sama svarið.
Hann ákvað að reyna að taka af skarið, klæðst og fara fram. Hann gat ekki beðið, hann varð að sjá, snerta eiginkonu sína. En hann var ekki reiðubúinn, kannski voru þetta mistök, kannski…
Hann læddist hljóðlega að hurðinni, óklæddur og opnaði upp í hálfa gátt, sólargeislinn blindaði hann, hann sá fram í forstofu, sá morgunblaðið liggja á gólfinu og feitletruð forsíðufréttin glotti íllkvitnislega á móti honum. Hann hrökklaðist inn í herbergið og lokaði hurðinni hægt og rólega á eftir sér. Aldrei á ævinni hafði hann hatað moggan eins og nú, hugsandi til hinnar grát-broslegu fyrirsagnar: “Eiginkonan brytjaði niður eiginmann sinn”. Kaldur sviti spratt fram á enni hans, hann heyrði hnífaglamur, kannski var það bara diskaglamur, framan úr eldhúsi.
Nú var leitin full af örvæntingu, hann skildi ekki hvernig stóð á því að hún var ekki hjá honum, af hverju var hún frammi -eða var hún frammi?
Fótatakið barst innan úr eldhúsi, hann hélt áfram að leita í herberginu, leit hinna dauðadæmdu. Hann snérist á hæli þegar hann heyrði glamur framan af gangi. Hún var að koma. Hann stökk upp í rúmið, þreifaði undir koddann sinn í örvæntingu, þar til hann fann kalt stálið rekast í fingurgómana. Hann greip um skaftið traustum tökum, hann vissi nú hvað gera skildi.
Hurðahúnninn snérist ákveðnar en áður. Augu hans opnuðust til fulls, könd hans krepptist um skaftið, vísifingur þrýsti fastar að gikknum. Þegar hurðin opnaðist til fulls sá hann ljósið.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s